Samantekt um þingmál

Þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið

156. mál á 145. löggjafarþingi.
Forsætisráðherra.

Markmið

Að rýmka heimild til notkunar íslenska þjóðfánans þannig að unnt verði að nota hann til að auðkenna íslenska framleiðslu.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að heimilt verði að nota fánann við markaðssetningu vöru og þjónustu sem er íslensk að uppruna, án sérstaks leyfis. Undantekning er þegar fáninn er notaður í vörumerki sem skal skrásetja hjá Einkaleyfastofunni. Neytendastofu er falið að hafa eftirlit með notkun fánans við markaðssetningu á vörum og þjónustu ásamt því að veita leyfi fyrir notkun fánans í vörumerki. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið nr. 34/1944.

Kostnaður og tekjur

Áhrif frumvarpsins á útgjöld ríkissjóðs eru talin óveruleg.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Upplýsingavefur um íslenska fánann á vef forsætisráðuneytisins.  Fáninn.

Lög, reglur og leiðbeiningar á Norðurlöndum
Danmörk
Í Danmörku er ekki sérstök fánalöggjöf. Reglur sem gilda um notkun hans eru á vef danska dómsmálaráðuneytisins:  Flagning i Danmark.

Noregur
Lov om Norges Flag (flaggloven) LOV-1898-12-10-1.
Forskrift angående bruk av statsflagget og handelsflagget FOR-1927-10-21-9733.
Í 15. gr. norsku vörumerkjalaganna kemur fram að leyfi þurfi fyrir notkun fánans í vörumerki. Lov om beskyttelse av varemerker (varemerkeloven) LOV-2010-03-26-8.

Svíþjóð
Lag ( 1982:269) om Sveriges flagga. 
Förordning ( 1983:826) med riktlinjer för färgnyanserna i Sveriges flagga.
Förordning ( 1982:270) om allmänna flaggdagar.
Á vef sænska þjóðskjalasafnsins eru nánari upplýsingar um notkun fánans:  Sveriges flagga

Finnland
Lag om Finlands flagga 26.5.1978/380.
Förordning om flaggning med Finlands flagga  26.5.1978/383.
Statsrådets beslut om färgerna i Finlands flagga  827/1993.
Reglur um notkun fánans á vef finnska innanríkisráðuneytisins:  Finlands flagga och vapen.


Síðast breytt 26.04.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.